- Advertisement -

Skítaleiðangur sem skaðar þingið

ALÞINGI Samherjar forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, brugðust hart við ræðu Björns Vals Gíslasonar, varaþingmanns og varaformanns VG, á þingi fyrr í dag.

Kemur kannski ekki á óvart

Gunnar Bragi Sveinsson„Það kemur kannski ekkert á óvart úr hvaða ranni hún kemur sú umræða sem hér er. Þetta er að einhverju leyti ástæðan fyrir því, held ég, að Alþingi mælist með lítið traust. Það er það skítkast sem þessir ágætu þingmenn, sumir hverjir sem hér hafa talað, hafa stundað árum saman úr þessum ræðustól, með því að tala niður Alþingi og draga inn í umræður í ræðustól hluti sem koma í sjálfu sér því sem við erum að gera ekkert við. Það er mjög, mjög merkilegt, ég verð að segja það. En að fara í þennan skítaleiðangur sem háttvirtir þingmenn Vinstri grænna virðast leiða hér er algerlega sorglegt og það er það sem er að gera út af við traust á Alþingi,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.

Hélt við værum komin lengra

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurður_Ingi_Jóhannsson- lítil myndSigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kom einni í ræðustól, þar sem hann sagði til að mynda:

„Mér er nánast orða vant yfir því sem hér er borið á borð í þinginu. Ég hélt að við værum komin yfir þann lágkúrulega kafla að draga fjölskyldur þingmanna og kjörinna manna inn í umræður í ræðustól Alþingis. Ég hélt að við værum komin lengra á sviði jafnréttis og skilnings á því að við erum öll einstaklingar. Ég trúi því varla að við ætlum aftur niður á það lágkúrulega stig sem við vorum á fyrir nokkrum árum þar sem það var hefðbundið að stunda aurkast á hvern og einn einstakling úti í bæ héðan úr ræðustól Alþingis. Ég vona að þingið sé komið lengra á sinni braut og það séu komnir aðrir tímar.“

Gat ekki orða bundist

Páll Jóhann PálssonPáll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, sagði dapurlegt að heyra; „…þegar háttvirtir varaþingmenn koma hér og reyna að draga umræðuna niður í svaðið. Ég get ekki orða bundist um það.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: