Bjarnheiður Hallsdóttir, sem á og rekur ferðaskrifstofu, segir illa hafa verið staðið að málum hér á landi, hvað varðar móttöku ferðamanna. Það megi gera miklu betur en gert er. Bjarnheiður er meðal gesta í þjóðmálaþættinum Svartfugli sem er á dagskrá, Miðjunnar og Hringbrautar, klukkan 21:00 í kvöld.
Bjarnheiður rifjar upp að hún tók fyrst þátt í mótunarstarfi fyrir ferðaþjónustu á árinu 1996. Ekkert var gert með það sem þá var bent á og allar götur síðan hafi skipulagsleysi háð greininni.
Bjarnheiður er í mestum samskiptum við Þýskaland. Hún segir að þarlendum ferðamönnum hingað eigi eftir að fækka og tekur undir það sem kemur fram á turisti.is í dag.
Bjarnheiður segir nóg að eiga við hátt gengi krónunnar svo ekki bætist við fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti.
Svartfugl, verður sem fyrr segir, á dagskrá klukkan 21:00 í kvöld.
-sme