- Advertisement -

Skipulagsvaldið er ekki heilagt

STJÓRNMÁL Morgunblaðið greinir frá, og ræðir við Höskuld Þór Þórhallsson þingmann Framsóknar, þar sem hann í dag leggja fram frumvarp um að skipulagsvald yfir flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum heyri undir ríkið, líkt og skipulagsmál Keflavíkurflugvallar, en ekki undir viðkomandi sveitarfélög. Frumvarpið er samhljóða frumvarpi sem tekið var úr samgöngunefnd í vor sem leið.

„Ég finn aukinn stuðning við þetta mál alls staðar á landinu. Ég tel að fólk sé að átta sig á því að skipulagsvald sveitarfélaga er langt frá því að vera heilagt. Það er mikilvægt að fulltrúar allrar þjóðarinnar ákveði framtíð Reykjavíkurflugvallar og annarra flugvalla, en ekki bara fámennur hópur,“ sagði Höskuldur í samtali við Morgunblaðið. „Flugvellir eru einhver mikilvægustu samgöngumannvirki þjóðarinnar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: