Greinar

Skipulagðar ofsóknir starfsmanna Samherja gegn blaðamönnum

By Miðjan

September 27, 2024

Gunnar Smári skrifar:

Eins og víða um okkar heimshluta hefur verið grafið undan tjáningarfrelsinu og stöðu fjölmiðla, sem eru grundvöllur opinnar umræðu í lýðræðissamfélagi. Víða eru mótmæli bönnuð og fjölmiðlar orðnir einsleitir, oft aðeins endurómur stefnu stjórnvalda. Og flytjandi botnlausa tignun á auðfólki. Hér er þetta síðast talda komið út yfir allan þjófabálk. Lögreglan á Akureyri stóð í þessum leiðangri árum saman á sama tíma og ekkert er gert til að koma lögum yfir Samherja, hvorki vegna skattsvika né mútugreiðslna. Og það er heldur ekkert gert til að rannsaka skipulagðar ofsóknir starfsmanna Samherja gegn blaðamönnum.

Annað merki um taumlausa þjónkun gagnvart auðfólki sást í vikunni þegar Kveikur fjallaði um vinnumannsal og starfsmannaleigur án þess að nefna gerendur, eigendur starfsmannaleiga. Á sama tíma má Samstöðin sitja undir málshöfðun eigenda starfsmannaleiga sem þykjast ekki una því að þessi starfsemi sé kölluð nútíma þrælahald, sem hún þó augljóslega er. Ef hér væri opið sterkt lýðræðislegt samfélag væri sú kæra aldrei tekin fyrir í héraðsdómi, einfaldlega vísað frá sem tilhæfulausu kjaftæði, augljóslegu bragði auðfólks til að þagga niður í umfjöllun um vafasamt athæfi sitt.