Stjórnmál Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Teitur Björn Einarsson, skrifar í Moggann. Í grein hans segir:
„Til að sporna gegn mikilli og viðvarandi verðbólgu hefur Seðlabankinn þurft að hækka stýrivexti og standa þeir nú í 9,25%. Það eru háir vextir og þeir bíta fast. Heimili og fyrirtæki hafa sannarlega fundið fyrir áhrifum vaxtastigsins.“
Þetta er ekki burðugt. Margfalt álag á almenning og fyrirtæki hér á landi. Nú verður stokkið yfir margar línur í grein þingmannsins og stöðvað hér:
„Það skiptir nefnilega máli hverjir fara með stjórn landsins og hvernig haldið er á málum.“
Það er örugglega rétt hjá Teiti Birni. Það skiptir mál hver stjórnar.