- Advertisement -

Skipan dómara í Landsrétt kórónaði misnotkun Sjálfstæðisflokksins

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Hæstiréttur er 100 ára í dag og það hefur ekki mikið farið fyrir fagnaðarlátum. Almennt er ekki ríki tilfinning meðal íslenskrar alþýðu fyrir því að rétturinn eða dómskerfið þjóni almenningi. Sem er náttúrlega sorglegt, að þetta mikilvæga kerfi hafi verið sveigt svo að þörfum hinna valdameiri og efnaðri að almenningur telji sig ekki getað sótt til þess réttlæti. Sem þó ætti að vera höfuðhlutverk þess. Almenningur horfir til Mannréttindadómstóls Evrópu um réttlæti, ekki innlendra dómsstóla.

Skipan dómara í Landsrétt kórónaði misnotkun Sjálfstæðisflokksins á valdi sínu yfir dómskerfinu. Flokkurinn hefur, með stuðningi annarra flokka, handvalið nánast hvern einasta dómara sem setið hefur í Hæstarétti, Landsrétti og öllum héraðsdómstólum bráðum í heila öld og með enn markvissari hætti á liðnum áratugum, með það að markmiði að sveigja túlkanir laga að öfgafullri vernd einkaréttar hinna ríku, til að tryggja auð þeirra og völd, á meðan réttindi hinna valdaminni hafa verið túlkuð þröngt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og þá kemur spurningin á hundrað ára afmæli Hæstaréttar: Þegar almenningur nær völdum á Íslandi, er ekki óhjákvæmilegt að mynda annað lýðveldið svo hægt sé að láta nýjan Hæstarétt, skipaðan eðlilegu litrófi af fólki, taka yfir gamla Hæstarétt auðvaldsins og elítunar sem skopar í kringum það?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: