Hér er grein eftir Jónas heitinn Kristjánsson. Greinin var skrifuð í febrúar 2018 og á vel við núna.
„Í vestrænum löndum tíðkast ekki, að dómsmálaráðherra hafi afskipti af ráðningu dómara. Í Austur-Evrópu hins vegar reyna fasistastjórnir að sveigja dómstóla undir sinn gráðuga vilja. Hér á landi hafa ráðherrar sett þumalputta sína í ágreining þennan. Svo sem þegar Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson voru skipaðir hæstaréttardómarar og Þorsteinn Davíðsson var skipaður héraðsdómari. Af þeim gefnu tilefnum var lögum breytt 2010 til að hindra pólitíska íhlutun af því tagi. Þau lög braut Sigríður Andersen, þegar hún skipaði jólasveina bófaflokksins í nýjan Landsrétt. Einnig telja 72% kjósenda, að fasistanum beri að segja af sér.“