Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, skrifar eftirtektarverðan leiðara. Þar má meðal annars lesa þetta:
„Það eru hins vegar þau atriði sem eru ekki nefnd í greinargerð með frumvarpinu sem leiða af sér alvarlegar afleiðingar. Í fyrsta lagi er verið að gera minni skattalagabrot refsilaus. Þau verða í öllum tilfellum leyst með sektum eftir rannsókn skattrannsóknarstjóra, sem nú verður bitlaus eining innan Skattsins. Það mun væntanlega gleðja skattsvikara landsins verulega að geta borgað sig frá brotum sínum í kyrrþey.
Hins vegar á að flytja rannsóknir stærri skattsvikamála yfir til embættis héraðssaksóknara í stað þess að hann saksæki slík mál einvörðungu, eins og var áður. Og með því verða skilvirkar rannsóknir á stórum skattsvikamálum í raun lagðar niður.“