Oddný Harðardóttir skrifaði:
Fjáraukalagafrumvarp verður til umræðu á mánudag. Þar eru helstu tíðindin þessi: Brugðist er við sumu af því sem var ófyrirséð við samþykkt fjárlaga 2019, þ.e. kostnaði vegna falls WOW og dómsniðurstöðu um bætur almannatrygginga.
Athyglisverðast er þó það sem ríkisstjórnin bregst ekki við.
Fólkið sem þarf að treysta á bætur almannatrygginga fær ekki hækkun í samræmi við lífskjarasamningana svokölluðu!
Samningarnir veittu kjarabætur frá 1. apríl. Þau sem ekki fá þá hækkun líkt og lægstu launataxtarnir eru samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar, fátækasta fólkið á Íslandi.
Þetta eigum við alls ekki að sætta okkur við.
Fyrirsögnin er okkar.