Gunnar Smári skrifar:
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu ætlar ríkisstjórnin að skilja eftirlaunafólk og örorkulífeyrisþega eftir, ekki hækka lífeyri þeirra eins og lægstu laun voru hækkuð í samningunum í vor. Miðað við forsendur fjárlaga verður munurinn á lægsta lífeyri og lægstu launum um 70 þúsund krónur á mánuði á næsta ári. Allir vita að lægstu laun duga vart fyrir framfærslu, þau sem þurfa að lifa af 70 þúsund krónum minna en lægstu laun eru því dæmd til óbærilegrar fátæktar. Eftirlaunafólk og öryrkjar sætta sig ekki við þetta og krefjast breytinga.