- Advertisement -

SKILIÐ PENINGUNUM SEM ÞIÐ TÓKUÐ AF ÖRYRKJUNUM

Við mótmælum því að endalaust sé troðið á þeim sem standa veikast í þessu samfélagi. Við tökum undir kröfur öryrkja: Skilið peningunum sem þið tókuð!



Fyrstu hádegismótmælin voru í dag:

Hópur mótmælenda gekk hringi fyrir utan skrifstofur Tryggingastofnunar við Laugaveginn í hádeginu í dag, föstudag, og mótmæltu að stofnunin hefði ekki skilað þeim öryrkjum, sem fengu skertar bætur vegna búsetu, peningunum sem þeir eiga inni hjá stofnuninni. Gul vesti og gulir litir voru áberandi meðal mótmælenda og á eftir skildu þeir eftir sig gul spor fyrir utan Tryggingastofnun.

Hádegismótmælin eru að bandarískri fyrirmynd, mótmælendur ganga hringi fyrir utan skrifstofur stofnana og fyrirtækja, dreifa skilaboðum til vegfarenda og þeirra sem eiga erindi við viðkomandi stofnun.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Þetta voru hádegismótmæli nr. 1. Hádegismótmæli nr. 2 verða fyrir utan Landsbankann í Austurstræti: LÆKKIÐ LAUN BANKASTJÓRANS.

Í dreifibréf sem var dreift á staðnum stóð eftirfarandi:

SKILIÐ PENINGUNUM SEM ÞIÐ TÓKUÐ AF ÖRYRKJUM

Tryggingastofnun ríkisins skerti lífeyri hjá öryrkjum vegna búsetu utan Íslands í meira en tíu ár þrátt fyrir ábendingar um að það væri ólöglegt. Umboðsmaður Alþingis tók undir umkvartanir öryrkja og loks úrskurðaði velferðarráðuneytið að skerðingin hafi verið ólöglega og að Tryggingastofnun ætti að greiða fólkinu fullan lífeyri.

En ekkert hefur gerst. Þrátt fyrir að fólkið sem mátti þola skerðinguna sé meðal fátækasta fólki á landinu og hafi allra síst efni á að lána ríkissjóði peninga hefur ekkert af öryrkjunum fengið greitt það sem tekið var af þeim, ekki krónu.

Við mótmælum því að endalaust sé troðið á þeim sem standa veikast í þessu samfélagi. Við tökum undir kröfur öryrkja: Skilið peningunum sem þið tókuð!

Þetta voru hádegismótmæli nr. 1. Hádegismótmæli nr. 2 verða fyrir utan Landsbankann í Austurstræti: LÆKKIÐ LAUN BANKASTJÓRANS.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: