- Advertisement -

Skerfirðingar óttast verðhrun fasteigna

Skerjafjörður verður framvegis í póstnúmeri 102, en ekki í 101 eins og verið hefur. Breytingarnar leggjast illa í Skerfirðing. Þeir vilja vera áfram í póstnúmeri 101.

Helstu rök Skerfirðinga er að verð fasteigna í Skerjafirði mun lækka verulega við að Skerjafjörðurinn verði ekki lengur í póstnúmeri 101.

Borgarstjórn hefur þegar samþykkt breytingarnar, en íbúarnir munu reyna áfram allt hvað þeir geta til að vera áfram í Reykjavík 101, en ekki í 102.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: