- Advertisement -

Skerðingarnar jafnvirði nýs háskólasjúkrahúss árlega

Hvers vegna er þetta svona? Er þetta náttúrulögmál?

„Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því í þessu samhengi öllu að 8,5 milljarðarnir sem ríkisstjórnin setur í félagspakkann eru bara 12–13% af því sem hún skerðir í heild af launum eldri borgara og öryrkja á einu ári. Við höfum aldrei horft á þetta. Við þurfum líka að horfa á þetta í því samhengi að heildarskerðingar hjá eldri borgurum og öryrkjum eru upp á 60 milljarða. Það er svipað og eitt háskólasjúkrahús á hverju einasta ári. Hvernig í ósköpunum getum við látið þetta viðgangast?“

Þetta sagði Guðmundur Ingi Kristinsson á Alþingi í dag.

„Ég ítreka að stærsti hópur öryrkja á að lifa á 255.000 kr. sem eru síðan skattaðar og skertar á keðjuverkandi hátt. Eldri borgarar eru með 257.000 kr., þeir sem verst standa, og það er skert. Atvinnulausir eru með 290.000 kr. óskert, listamannalaun 407.000, ekkert skert, listamenn mega vinna í þessum geira, selja og gera það sem þeir vilja. Hver bjó til þetta kerfi? Svo eru hlutalaunin sem við erum búin að semja um í pökkum upp á 400.000–700.000 kr. Þarna erum við með eina, tvær, þrjár, fjórar, fimm, sex, sjö mismunandi útfærslur. Það hlýtur að hafa kostað blóð, svita og tár og mikil heilabrot að finna út hvernig í ósköpunum er hægt að mismuna svona. Hvar er jafnræðið? Ég er búinn að spyrja og spyrja aftur og aftur, reyna að fá svör. Hver reiknaði þetta út? Hvers vegna er þetta svona? Er þetta náttúrulögmál? Svarið er: Nei, þetta er ákvörðun sem er tekin í þingsal, ákvörðun sem er varin og henni viðhaldið ár eftir ár. Þá hljótum við að spyrja: Hvers vegna?“

Þetta  er hluti af ræðu Guðmundar Inga. Næst minntist hann á frægt bréf Bjarna Benediktssonar til eldri borgara.

Þess verður getið í framhaldsfrétt.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: