- Advertisement -

„Skerðingardagurinn mikli er runninn upp“

„Er hægt að búa til meira niðurlægjandi fjárhagslegt ofbeldi til þess eins að klekkja á fjárhagslega illa stöddu og veiku öldruðu fólki?“

Guðmundur Ingi Kristinsson.

Alþingi „Skelfingardagurinn mikli, eða réttara sagt skerðingardagurinn mikli, er runninn upp hjá þeim sem reyna að tóra á lífeyrislaunum frá TR. Meira en 5.000 þeirra sem eru á lífeyrislaunum skulda yfir 600.000 kr. og verða að endurgreiða 50.000 kr. á mánuði næstu 12 mánuði aftur til TR,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, á Alþingi í gær.

„Árið 2021 voru það 51% lífeyrisþega sem skulduðu TR en árin 2022 og 2023 eru þeir komnir í 80%. Núverandi miðgildi þessarar ofgreiðslu er 122.000 kr. Bara 5.500 þeirra sem eru á lífeyri frá TR, eða 8% allra lífeyrisþega í landinu, fá rétta greiðslu frá TR.

Eru þetta snillingar? Nei, þeir fá bara eingöngu greiðslur frá TR. Samkvæmt upplýsingum sem TR tók saman fyrir Morgunblaðið og birtar eru í blaðinu í dag eru 13.580 einstaklingar, 20%, með á bilinu 200–600 þús. kr. í skuld,“ sagði Guðmundur Ingi.

Þú gætir haft áhuga á þessum
„Ástæðan fyrir þessu endurgreiðslurugli hjá yfir 80% skjólstæðinga TR er fyrst og fremst vegna verðbólgu og vaxtastigs, segir TR. Hvað þýðir það?“

„Almenna reglan er að kröfu ber að endurgreiða á 12 mánuðum og hefst innheimtan 1. september. Hægt er að dreifa greiðslum til lengri tíma ef það reynist íþyngjandi fyrir viðkomandi að endurgreiða, segir í svari TR til blaðsins. Er hægt að búa til meira niðurlægjandi fjárhagslegt ofbeldi til þess eins að klekkja á fjárhagslega illa stöddu og veiku öldruðu fólki?

Ástæðan fyrir þessu endurgreiðslurugli hjá yfir 80% skjólstæðinga TR er fyrst og fremst vegna verðbólgu og vaxtastigs, segir TR. Hvað þýðir það? Það er að veikt og aldrað fólk getur ekki reiknað fram í tímann hversu mikil verðbólgan verður ár fram í tímann. Þeim ber að skila inn hvað þau telji að þau muni hafa í tekjur á komandi ári með hækkun verðbólgu hjá ríkissjóði. Seðlabankastjóri, fjármálaráðherra, hæstvirtur forseti Alþingis, við hér í þingsal getum ekki reiknað þetta út. En þessi ótrúlega krafa er gerð um að öryrkjar, aldrað fólk og veikt fólk spái fram í tímann hver verðbólgan verður.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: