- Advertisement -

„Skerðingar á öryrkja eru fáránlegar“

Drífa Snædal forseti ASÍ.

„Við viljum ekki samfélag þar sem öryrkjar eiga að lepja dauðann úr skel meðan börn kvótakónga fá meiri pening en nokkur manneskja getur eytt á einni ævi.“

Það er Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, sem minnir hér á orð Drífu Snædal, forseta Alþýðusambandsins í Víglínunni í gær.

„Þarna setur Drífa hlutina í rétt samhengi. Við sem fæðumst fötluð, lendum í slysum eða veikindum sem taka frá okkur hæfni og/eða getu til að vera á vinnumarkaði verðum að geta framfleytt okkur,“ bætir Þuríður Harpa við.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Við þurfum að fá tækifæri til að spreyta okkur á vinnumarkaði þar sem viðeigandi aðlögun og sveigjanlegur vinnutími er raunverulega í boði. Skerðingar á öryrkja eru fáránlegar. Fólk sem veikist, slasast eða fæðist fatlað á ekki að þurfa að berjast við útilokun, fordóma og gríðarlega fátækt. Engin velur það hlutskipti að vera öryrki og engum skildi refsað fyrir viðleitni til sjálfsbjargar. Við þurfum að velja fólk til forystu í stjórnmálum sem skilur út á hvað þjóðfélag gengur. Það er ekkert sem réttlætir það að fólk sem veikist, slasast eða fæðist fatlað sé dæmt í fátækt og haldið þar. Sér í lagi nú þegar við horfum á að auðlindir okkar, mínar og þínar, eru orðnar erfanlegar til barna örfárra kvótakónga, sem hafa hvorki skilning né áhuga á „samfélagsleg ábyrgð“. Okkar er valið, við skrifum framtíðina, hvernig samfélag viljum við?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: