Forystusveit Sjálfstæðisflokksins er minnt á vilja flokksins um 260 milljarða niðurskurð ríkisútgjalda. Landsfundur flokksins mótaði stefnuna. „Stefnt skal að því að útgjöld hins opinbera verði ekki hærri en 35% af landsframleiðslu.“ Það lætur nærri að stefna flokksins sé að skera niður um 260 milljarða króna.
„Það dugar þó ekki að endurskoða einungis sérálögur á fjármálafyrirtækin heldur einnig aðra skattstofna – tryggingargjald, tekjuskattur fyrirtækja, fjármagnstekjuskattur, veiðigjald, gistináttaskattur og kolefnisgjald eru dæmi um nýja skatta eða eldri sem hafa hækkað síðastliðin ár,“ skrifar Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins.
Davíð Oddsson hefur rumskað og tekur þátt í pólitískri umræðu á ný. Hann tekur undir með Ásdísi:
„Enginn vill að efnahagslægðin verði meira en skammtímafyrirbæri. Til að forðast það þurfa stjórnvöld að lækka og í einhverjum tilvikum fella niður þá skatta sem Ásdís taldi upp.“
Engum dylst að vera er að minna forystusveit flokksins á opinbera stefnu Sjálfstæðisflokksins. Meðan lífshættulegt ástand ríkir á þjóðarsjúkrahúsinu er hert á ákallinu um stórkostlegar skattalækkanir og þá annan eins niðurskurð.
Eldri frétt Miðjunnar um vilja Sjálfstæðisflokksins.