- Advertisement -

Sker upp herör gegn einkarekstri

Ætlum ekki að útrýma einkarekstri, segir Bjarni Benediktsson.

„Raunar verður ekki annað séð, af fyrstu mánuðum þessarar ríkisstjórnar, en að verið sé að skera upp herör gegn einkarekinni starfsemi í heilbrigðisgeiranum og ber umræðan nú nýverið um liðskiptaaðgerðir þess merki, þar sem það er alveg á hreinu að þrátt fyrir brýnan vanda í heilbrigðiskerfinu, langan biðlista sem við önnum ekki, skuli ekki samið við innlenda aðila um slíkar aðgerðir, einkareknar, heldur fremur senda sjúklinga til útlanda með mun meiri tilkostnaði. Ég skil raunar ekki hagfræðina á bak við þessa stefnu stjórnarinnar.,“ sagði Þorsteinn Víglundsson á þingi í gær.

Þorsteinn hélt áfram og tó dæmi. „En það er ekki bara í þessum efnum, það er í fjölmörgum öðrum. Við höfum heyrt fréttir af Karitas sem hefur sinnt gríðarlega góðu starfi innan heilbrigðisgeirans sem ekki fær samninga endurnýjaða með ásættanlegum hætti. Hugarafl hefur verið hér til umræðu líka og nú síðast berst umræðan að Krabbameinsfélaginu sem hefur sinnt gríðarlega mikilvægu, öflugu og óeigingjörnu starfi innan heilbrigðisgeirans um áratugaskeið en virðist, getum við sagt, vera dottið út af sakramentinu hjá þessari ríkisstjórn.“

Þegar hann hafði sagt þetta, beindi hann spurningu að Bjarna Benediktssyni: „Þess vegna langar mig að spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins: Er það markmið þessarar ríkisstjórnar að útrýma einkarekstri í heilbrigðiskerfinu?“

„Nei, það er alls ekki markmiðið að útrýma einkarekstri í heilbrigðiskerfinu,“ svaraði Bjarni.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: