- Advertisement -

Skemmtilegur stuðningur frá Sjálfstæðisflokki

„Það getur ekki verið nóg að skreppa í kaffi sé „fundur með þingmanni“ sem teljist til þingstarfa.“

„Erindi mitt til forsætisnefndar snýst reyndar um það að ásakanir mínar verði rannsakaðar.“

Þannig skrifar Björn Leví Gunnarsson um viðbrögð Páls Magnússonar vegna ásakana Björns Leví í garð Ásmundar Friðrikssonar,

„Skemmtilegt að fá svona stuðning frá Sjálfstæðisþingmönnum. Þeir skilja greinilega hversu alvarlegt mál þetta er.“

„Allt í lagi, þetta var kannski ekki nákvæmlega það sem Páll Magnússon meinti en afleiðingin er sú sama. Ef það er skoðað hvort ásökunin mín sé innihaldslaus eða ekki er á sama tíma verið að skoða hvort Ásmundur Friðriksson hafi brotið gegn lögun og reglum um starfskostnað.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Björn Leví: „Dæmi um þetta má finna hér: http://www.visir.is/g/2018180208660 – ef einhver ætlar að segja að það sé hluti af þingstörfunum að láta mynda sig í ferð um kjördæmið þá hlakka ég til þess að heyra þann rökstuðning. Einnig hlakka ég til þess að sjá öll þau fundarboð sem þurfa sannanlega að vera til staðar sem gögn fyrir endurgreiðslu aksturskostnaðar.“

„Endurgreiða skal ferðakostnað innan kjördæmis fyrir ferðir á fundi eða samkomur sem þingmaður boðar til eða hann er boðaður á, enda sé vegalengd á fundarstað a.m.k. 15 km (önnur leiðin) frá heimili eða starfsstöð.“

„Það getur ekki verið nóg að skreppa í kaffi sé „fundur með þingmanni“ sem teljist til þingstarfa. Það getur ekki staðist að þingið sé rukkað um þær upphæðir sem um ræðir á einu stysta kjörtímabili Íslandssögunnar. Kosningabarátta er ekki endurgreiðanleg af Alþingi,“ segir Björn Leví.

Og að endingu þett: „Það verður áhugavert að sjá hvað forsætisnefnd gerir í málinu. Hversu góð verður rannsóknin? Verður hún hvítþvottur eða verður rannsóknin óvéfengjanleg. Ég treysti fáum betur en Jóni til þess að fylgjast með því í forsætisnefnd.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: