- Advertisement -

Skemmir Eyþór fyrir Eyjamönnum?

Eyþór skemmir fyrir Eyjamönnum

Helstu afleiðingar loforðs Eyþórs Arnalds, um að þeir borgarabúar sem eru 70 ára og eldri, verði undamþegnir fastgeignasköttum, er sagt vera utan laga og réttar. Sem sagt ólöglegt.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hafa samt haft þennan háttinn á í nokkur ár. Umræðna sem hefur skapast vegna loforða Eyþórs hefur varpað kastljósi á hvernig málum er háttað í Vestmannaeyjum, fyrirkomulag sem hefur farið undir radarinn til þessa. Nú þarf ráðuneytið og aðrir að skoða Eyjaaðferðina og jafnvel verður hún bönnuð.

Þrátt fyrir allar efasemdirnar um lögmæti loforðsins er Eyþór hvergi hættur. Lesið þetta:

„Eitt af því sem við höfum lofað að beita okkur fyrir er að þeir sem eru komnir yfir sjötugt þurfi ekki lengur að greiða fasteignaskatt af lögheimili sínu. Slík niðurfelling hefur verið háð þröngum tekjumörkum og hefur þannig verið einn af þeim jaðarsköttum sem bitna illa á þeim sem komnir eru á efri ár. Það er skynsamlegt að draga úr refsisköttum og skerðingum. Borgin hefur misst tökin á húsnæðismálunum þrátt fyrir fögur fyrirheit. Leiguverð og kaupverð hafa snarhækkað á síðustu fjórum árum með tilheyrandi hækkunum á gjöldum,“ skrifar Eyþór í Fréttablað dagsins í dag.

Á sama tíma á Elliði félagi hans í harðri baráttu heima í Eyjum þar sem Sjálfsæðisflokkurinn er klofinn og svo bætist óvissa við, óvissa um lögmæti skattaafsláttar til tilkeinna bæjarbúa. Óþægindi Eyjamanna vegna loforðs Eyhþórs eru þegar orðin nokkur og geta sannanlega orðin enn meiri.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: