- Advertisement -

Skemmdarverk Sjálfstæðisflokksins

Í þrem orðum: Flýtir, sýndarmennska, fljótræði.

„Þetta frumvarp er því miður bland í poka, tveir kaflar þess eru ágætir en aðrir tveir eru afleitir. Þetta er sett saman í flýti vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn vill láta það líta þannig út að hann sé frjálslyndur flokkur sem er að berjast við kerfið — sem hann er ekki. Þess vegna ræðst hann til atlögu við kerfi sem hefur gengið ágætlega. Hann vill rífa það niður og eyðileggja það. Ég get ekki tekið þátt í því,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki þegar hann greiddi atkvæði um frumvarp um breytingar á lögum um leyfisveitingar. Hann sagði nei.

„Það eru mistök og ég hef sagt áður að innan fárra missera, þegar aftur kemur fram frumvarp sem leiðréttir þau mistök sem hér eru gerð og tekur til baka það fljótræði sem hér er sýnt, mun ég að sjálfsögðu styðja það frumvarp. Ég væri jafnvel til í að leggja það fram sjálfur þegar í ljós kemur hvernig reynslan verður af þessu sem ég óttast að verði slæm. Í þrem orðum: Flýtir, sýndarmennska, fljótræði.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: