Gunnar Smári skrifar:
Nú þegar líður að hruni bygginga- og fasteignageirans í kjölfar spákaupmennsku bólunnar (sem hefur skilað mörgum húsum en engri íbúð fyrir fólkið sem eru í mestri húsnæðisnauð, allt kerfið er einn stór markaðsbrestur) kemur í ljós að á bak við bóluna eru félög ofan á félög með engu eiginfjárframlagi þeirra sem rekið hafa bóluna áfram, flókinn vefur til að koma aðalleikurunum undan ábyrgð, og við endann á keðjunni eru íslenskir bankar og lífeyrissjóðir sem munu taka skellinn (lesist: íslenskur almenningur). Kapítalisminn er kerfi þar sem hin fáu finna alltaf leið til að komast yfir fé hinna mörgu, sama hversu oft þau sóa því.