Gunnar Smári skrifar:
Þá finna þeir bara nýja og nýja flokka til að halda lífi í þessari ríkisstjórn með zombie-stefnuna. Það er eitt af undrum veraldar, að það skuli takast. Spurning hvað við Íslendingar höfum eiginlega gert af okkur.
Skelfilegasta ríkisstjórn Íslandssögunnar var ríkisstjórn Framsókn og Sjálfstæðisflokks frá 1995-2007. Hún stórskaðaði öll grunnkerfi samfélagsins og dró svo úr mætti efnahagslífsins að hagvöxtur á mann féll niður í 1/3 af því sem áður var. Og það er eins og við getum ekki losnað við hana og ömurlega stefnu hennar; linnulaust auðmannadekur og tilfærslu á völdum, fé, eignum og auðlindum frá fjöldanum til hinna fáu. Samfylkingin tók yfir hlutverk Framsóknarflokksins frá 2007-09, síðan kom smá pása frá 2009-13 þar sem skattkerfið var lagað eilítið, en svo tók þessi stjórn við og hélt áfram stefnu sinni 2013-16, þá tók Viðreisn/Björt framtíð við hlutverki Framsóknarflokksins hluta árs 2017 en síðan hélt þetta áfram frá 2017 til dagsins í dag með aðstoð frá VG. Og nú stefnir í fjögur ár til viðbótar af sömu stjórn og sömu stefnu, hugsanlega með hjálp frá Viðreisn eða VG eða báðum flokkum.
Þegar ríkisstjórnin byrjaði 1995 höfðu Framsókn og Sjálfstæðisflokkur 60,4% atkvæða. Þeir hafa nú um 37% sé miðað við meðaltal könnunarfyrirtækjanna, búnir að missa um 40% af fylgi sínu. En þá finna þeir bara nýja og nýja flokka til að halda lífi í þessari ríkisstjórn með zombie-stefnuna. Það er eitt af undrum veraldar, að það skuli takast. Spurning hvað við Íslendingar höfum eiginlega gert af okkur.
En þetta er það sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur buðu upp á í kosningabaráttunni. Flokkarnir kalla þetta stöðugleika; stöðugt niðurbrot grunnkerfa samfélagsins. Og þeir báru þetta fram af sama hroka og þeir Halldór og Davíð gerðu á sínum tíma.