Skatturinn fljótur að tæma bankabókina
Gunnar Smári bendir á:
Gurrý Helgadóttir garðyrkjufræðingur skrifar um herferð skattsins gegn peningaþvætti: „Síðustu helgina í febrúar var ég óþyrmilega minnt á aðgerðir gegn peningaþvætti þegar það rann upp fyrir mér að ég, sem stjórnarmaður í litlu áhugafélagi sem á í hreinum eignum kr. 71.234 í bankabók, þurfti að skrá raunverulega eiganda félagsins hjá skattinum. Ekki nóg með það, það boð var látið út ganga að lagðar yrðu dagsektir á þá sem ekki yrðu við skráningunni innan tiltekins tíma. Ég sá fram á að miðað við lágmarksdagsektir, 10 þúsund krónur á dag, tæki það skattinn einungis eina viku að tæma bankabók félagsins.“