- Advertisement -

„Skatturinn á að leiðbeina borgurum“

„Væri það þannig að skatteftirlit væri háð einhvers konar kaupaukum þá er það óeðlileg staða.“

Þórdís K.R. Gylfadóttir fjármálaráðherra.

Bergþór Ólason í Miðflokki spurði Þórdísi K.R. Gylfadóttur fjármálaráðherra um bónuskerfið hjá Skattinum:

„Mig langar að spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra um afstöðu ráðherrans til þessa máls og hvort það sé einhvers staðar annars staðar í kerfinu, hvort sem það væru hraðasektir lögreglunnar, niðurstaða dómsmála hjá saksóknara eða einhvers staðar annars staðar þar sem ráðherrann teldi forsvaranlegt að það væri byggt upp hvatakerfi eins og í þessu tilviki sem hefur kannski ekki endilega það að markmiði, að því er virðist, að stuðla að réttum skattskilum heldur mögulega að skapa þann skakka hvata að eftirlitshluti Skattsins sem höndlar með endurálagningar gangi mögulega harðar fram heldur en lög og reglur og raunheimar kalla á.“

Þórdís fjármálaráðherra sagði:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„…að mál sem þessi geta dregist von úr viti.“

„Að sjálfsögðu er grundvallaratriðið þetta: Skatturinn á að leiðbeina borgurum. Þetta mál er einfaldlega í skoðun í ráðuneytinu, ég hef óskað upplýsinga og svara. Þetta er ekki partur af kjarasamningi en í mínum huga er sjálfsagt og eðlilegt að fá frekari skýringar á þessu. Ráðuneytið hefur ekki aðkomu að útfærslu stofnanasamninga og varðandi það sem birst hefur í fjölmiðlum um að þetta sé hluti þeirra og eins og hjá öðrum þá hef ég einfaldlega óskaði frekari upplýsinga um það. Væri það þannig að skatteftirlit væri háð einhvers konar kaupaukum þá er það óeðlileg staða, óheilbrigð og óeðlileg, og það bara gengur einfaldlega ekki ef svo er.“

Bergþór spurði:

„Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra hvaða tímalína sé á þessari skoðun hjá ráðuneytinu, því að það virðist vera að þessi skoðun hafi farið af stað fyrir einhverju síðan, en við vitum öll að mál sem þessi geta dregist von úr viti.“

Ráðherrann: „Ég segi þó að þessi umfjöllun og þær spurningar sem hafa vaknað kalla á frekari upplýsingar og yfirlegu í ráðuneytinu og sú vinna er einfaldlega í gangi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: