- Advertisement -

Skattrannsóknarstjóri fái að kaupa upplýsingar um leynireikninga

Égvil  spyrja forsætisráðherra hvort hann og ríkisstjórn hans muni ekki beita sér fyrir því að skattrannsóknarstjóri fái bæði þær heimildir og fjármuni sem hann þarf til þess að kaupa þessar upplýsingar, ekki síst vegna þess að þarna er að finna upplýsingar sem varða miklu um það hræðilega efnahagshrun sem hér varð á Íslandi og eru hluti af því að upplýsa um það og gera þau mál upp. Helgi Hjörvar spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þessarar spurningar á Alþingi.

Helgi sagði „…leiðtoga lýðræðisríkja um allan heim hafa í æ ríkari mæli á síðustu árum beitt sér gegn þeirri fjármálalegu spillingu sem fengið hefur að þrífast á aflandseyjum um heim allan. Forsetar og forsætisráðherrar hafa haldið sérstaka fundi til þess að ræða um það hvernig þeir geti sameinast í að berjast gegn þeirri óværu sem sú löglausa starfsemi oft og tíðum er.“

Sigmundur Davíð sagði þetta: „Hvað varðar hins vegar fyrirspurn um upplýsingar um skattaundanskot og að slíkar upplýsingar standi skattrannsóknarstjóra til boða þá veit ég ekki annað, ég sá það í einhverri frétt og skildi skattrannsóknarstjóra þannig að þetta snerist ekki um skort á heimildum eða fjármagni, heldur frekar um hversu mikils virði þessar upplýsingar væru, hvort þær væru raunverulega gagnlegar og hvort hægt væri fyrir skattrannsóknarstjóra að kaupa upplýsingar sem fengnar hefðu verið með óljósum hætti og óljóst hvort þær væru raunverulegar og gagnlegar. Ég treysti því að skattrannsóknarstjóri geti metið þetta og muni hér eftir sem hingað til leita allra leiða til að koma upp um skattsvik. Að sjálfsögðu þarf skattrannsóknarstjóri að hafa ýmsar leiðir til þess, enda skattsvik og skattundanskot mjög dýr fyrir samfélagið. Ég ítreka að ég treysti skattrannsóknarstjóra til þess að leysa úr þessu eins og öðru.“

Helgi benti á þetta: „Þjóðverjar hafa keypt upplýsingar um leynireikninga í mörgum löndum. Það hafa líka aðrar þjóðir gert. Verið er að birta opinberlega í alþjóðlegum fjölmiðlum ýmsar upplýsingar um slíka hluti. Ég held að fáar þjóðir hafi jafn mikla þörf og við Íslendingar fyrir það að þessar upplýsingar séu lagðar á borðið.“

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: