Las Velvakanda í Mogganum í morgun. Ómar G. Jónsson skrifaði:
Með sanni sýnir ríkið skattaklóna varðandi eldri borgara út lífshlaupið.
Við smáhækkun á lágum lífeyri frá VR 2021 kom TR fram nokkru síðar með kröfu um endurgreiðslu á svipaðri upphæð sem búið var að greiða af skatta og skyldur. Hækkunin rann því að mestu til ríkis og sveitarfélaga. Er eðlilegt að ríki og sveitarfélög skattleggi eldri borgara að fullu út lífið, þ.e. eins og fólk í fullri vinnu á besta aldri? Það sama gildir um séreignarsparnað á meðan yngra fólk fær vissa úttekt skattfría við fyrstu íbúðarkaup, sem er hið ágætasta mál. Hvar eru þessi mál stödd hjá FEB? Að hundelta eldri borgara skattalega út lífshlaupið er vart ásættanlegt, fólk sem búið er að leggja mikið til samfélagsins í áratugi.
Framangreinda þætti þarf að endurskoða sem myndi skila sér til baka með ýmsum hætti, t.d. meiri lífsánægju og betra heilsufari eldri borgara.
Þarf meiri ábendingu til fyrir ríkisvaldið og sveitarfélög að leiðrétta þetta óréttlæti?