Vilhjálmur Birgisson og Ólafur Margeirsson hagfræðingur eru ekki sammála um ágæti álvera:
Vilhjálmur Birgisson: Hvernig eigum við sem þjóð að reka, löggæsluna, vegakerfið, heilbrigðis-, mennta- og almannatryggingakerfið og svona mætti lengi telja, ef ekki má vera með fiskeldi, veiða hval og loka eigi orkusæknum iðnaði á Íslandi.
Mikilvægt að allir átti sig á því að við sem þjóð verðum að hafa öflug gjaldeyrisskapandi fyrirtæki sem skapa vel launuð störf til að hægt sé að halda okkar ágæta samfélagi gangandi.
Ólafur Margeirsson: Örstutt komment: „gjaldeyrisskapandi fyrirtæki“ á varla við í tilviki álvera á Íslandi þar sem þau eru í eigu erlendra aðila, sem vitanlega flytja hagnaðinn af rekstri þeirra úr landi. Sá flutningur hagnaðar úr landi er svo vitanlega gerður enn meiri en í mörgum öðrum löndum því álverunum er leyft að nota þunna eiginfjármögnun (atriði sem Pétur heitinn Blöndal barðist réttilega gegn) með tilheyrandi lágri skattbyrði.