- Advertisement -

Skandalakosningar í skugga ofbeldis

Leiðari Enn og aftur kjósa Íslendingar til Alþingis og enn og aftur er það gert vegna þess að fólki er misboðið framferði æðstu ráðamanna. Þetta er ótrúlegt. Erlendir fjölmiðlar fjalla af kappi um kosningarnar hér og hvað varð til þess að kosið var nú og rifja þá upp um leið aðdraganda kosninga í fyrra. Íslensk stjórnmál, einsog þau eru, eru til umfjöllunnar víða um heim.

En ekki hér. Hér er rifist um og tekist á um hvort skattar verði ögn meiri eða ögn minni. Varla neitt annað. Ekki ástæður þess að hvers vegna við kjósum á hverjum ári. Það má ekki.

Hér er nefnilega ofríki. Það er búið með ríkisvaldi að stöðva umfjöllun um smánarlega frammistöðu forsætisráðherra í viðskiptum. Á sama tíma hefur fyrrverandi forsætisráðherra, sá sem var kveikjan að kosningum í fyrra, hótað að nýta auð sinn til að sækja að hverjum þeim sem fjallar um hann á annan hátt en hann vill sjálfur. Það hefur gengið eftir. Ofbeldið er opinbert.

Frá því lögbannið var sett á hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins tekið stökk upp á við. Mikið skal til mikils vinna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nái þeir tveir að spila rétt úr eftir kosningar, það er að Viðreisn skili sér heim í Valhöll og Miðflokkur og Framsókn fallist í faðma munu Íslendingar í dag kjósa yfir sig samskonar ríkisstjórn og varð til 1995 og ríkti í tólf ár. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Lofkastalastjórnin sem varð frægu af eindæmum.

Er nema von að heimsbyggðin fylgist með hvernig Íslendingar halda um sitt lýðræði.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: