- Advertisement -

Skagfirski kýrhausinn

Það er margt skrítið og skondið í skagfirska kýrhausnum.

Össur Skarphéðinsson skrifar:

Okkar ágæti Strandamaður frá Hrófbergi, Sigmundur Davíð, var forsætisráðherra og lagði sérstaklega á ráðin um lagningu sæstrengs á skrafi með David Cameron, forsætisráðherra Breta. Saman settu þeir á stofn The UK – Iceland Task force sem vann eingöngu að undirbúningi sæstrengs.

Okkar kærasti fulltrúi skagfirska efnahagssvæðisins kom sem utanríkisráðherra á framfæri við þingið sérstökum leiðbeiningum um hvernig best færi á því að innleiða orkupakkaamlóðann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nú er eina „tikket“ þessara valinkunnu sæmdarmanna í íslenskum stjórnmálum að leggjast gegn sæstrengnum sem Sigmundur undirbjó með Cameron, og vinna gegn orkupakkanum sem Gunnar Bragi leiðbeindi þjóðinni með föðurlegum hætti á utanríkisráðherradögum sínum hvernig haganlegast væri að negla í íslensk lög.

Það er margt skrítið og skondið í skagfirska kýrhausnum.

Fengið af Facebooksíðu Össurar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: