Fréttir

Skagfirðingar færa út kvíarnar

By Miðjan

June 05, 2014

Landbúnaður Kaupfélag Skagfirðinga hefur keypt sextíu prósenta hlut í hvorutveggja, Sláturhúsinu á Hellu og Kjötbankanum í Hafnarfirði. Kaupverð er ekki gefið upp. Þetta kemur fram í Bændablaðinu. Kaupni er til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu.

KS hefur meria en þriðjung allrar sauðfjárslátrunar og vinnslu á sinni hendi.  Ágúst Andrésson, sem er forstöðumaður Kjötafurðarstöðvar KS, segir í Bændablaðinu þetta helst breyta því að nú komi KS öflugt inn á Suðurland. Breytingar verða á yfirstjórn fyrirtækjanna, en ekki hjá almennum starfsfmönnum, að því er Ágúst segir.