- Advertisement -

SJS: Vaðlaheiðargöng borga sig sjálf

- forystufólk í Sjálfstæðisflokki voru alltaf sannfært um að reikningurinn vegna ganganna félli á ríkissjóð, það er á skattgreiðendur.

Steingrímur J. Sigdússon barðist hart fyrir Vaðaheiðargöngum. „Þetta er þrátt fyrir allt gríðarlega mikilvæg framkvæmd, þetta er góð framkvæmd þjóðhagslega, umhverfislega.“ Bjarni Benediktsson hefur efast allan tímann og reiknaði alltaf með að ríkissjóður myndi borga göngin. Ólöf Nordal sagði: „Síðan kem­ur stór reikn­ing­ur og hann lend­ir á skatt­greið­end­um.“ Krsitján Þór Júlíusson og Tryggvi Þór Herbertsson náðu sínu fram þrátt fyrir efasemdir forystufólks Sjálfstæðisflokksins.

Fréttaskýring: „Þetta er þrátt fyrir allt gríðarlega mikilvæg framkvæmd, þetta er góð framkvæmd þjóðhagslega, umhverfislega, hvað varðar umferðaröryggi og marga fleiri þætti í byggða- og atvinnulegu tilliti, hún mun standa undir sér og borga sig sjálf.“

Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, í útvarpsþættinumSprengisandi í janúar 2012. Hann var viss í sinni sök. Þá þegar voru uppi efasemdir um framkvæmdina. „Ég lít því svo á að sönnunarbyrðin hvíli á þeim sem ætla allt í einu núna, þegar við erum komin með tilboð í verkefnið vel undir kostnaðaráætlun, að segja nei, nei, nú hættum við við, þetta er allt í plati. Þá er búið að hafa menn að fíflum hér árum saman, sem hafa í góðri trú undirbúið þetta verkefni og fengið hvert skref fyrir sig samþykkt á Alþingi,“ sagði Steingrímur í viðtalinu.

Eru göngin gjaldþrota?

Staðan er enn svört í gerð Vaðlaheiðarganga. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra er í viðtali í Mogganum í dag. Hann er spurður hvort félagið um göngin sé gjaldþrota.

Bjarni Ben: „Ég held að það sé svo langt í frá að vera sjálfsagt mál, að ríkið leggi félaginu til frekara lánsfé. Alveg sérstaklega finnst mér það ekki koma til greina að gera það til þess að félagið standi undir kröfum sem eru umdeildar.“

„Ég hef áhyggjur af því að félagið geti ekki staðið undir þeim kröfum sem gerðar verða og staðið við skuldbindingar sínar. Ef félagið getur ekki staðið við skuldbindingar sínar, er auðvitað komin upp sú staða, að það þarf að svara því hvort félagið sé þar með orðið gjaldþrota, eða hvort þeir sem standa að félaginu, sem er ekki bara ríkið heldur fleiri aðilar, hyggist grípa til einhverra ráðstafana af því tilefni,“ sagði fjármálaráðherra. Bjarni segir að sér þyki ekkert sjálfgefið varðandi hvaða niðurstöðu menn komast að í þessu erfiða máli. „Þetta eru auðvitað gríðarlega mikil vonbrigði, að þessi framkvæmd verði mörgum milljörðum dýrari, en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi.“ sagði Bjarni við Moggann.

Ríkið lánaði og lánaði

Ríkið lánaði félaginu 8,7 milljarða 2012 og 4,7 milljarða í fyrra. Aðspurður hvort hann útilokaði á þessu stigi, að ríkið legði Vaðlaheiðargöngum hf. til frekara lánsfé sagði Bjarni: „Ég held að það sé svo langt í frá að vera sjálfsagt mál, að ríkið leggi félaginu til frekara lánsfé. Alveg sérstaklega finnst mér það ekki koma til greina að gera það til þess að félagið standi undir kröfum sem eru umdeildar.“

Það var Benedikt Jóhannesson, þáverandi formaður Viðreisnar, fjármálaráðherra og þingmaður Norðausturkjördæmis, sem ákvað að lána 4,7 milljarða króna.

„Tveir plús tveir verða aldrei fimm, sama hvað þú reyn­ir að reikna.“

Tveir plús tveir verða aldrei fimm

Ólöf heitin Nordal var gagnrýnin á gerð Vaðlaheiðarganga. Þegar hún var inninríkisráðherra, og þar á meðal samgönguráðherra, sagði hún: „Við þing­­menn Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins greidd­um at­­kvæði gegn þess­­ari fram­­kvæmd á síð­asta kjör­tíma­bili. Við höf­um haft áhyggj­ur af þessu frá upp­­hafi. Tveir plús tveir verða aldrei fimm, sama hvað þú reyn­ir að reikna.“

Þetta var ekki alveg rétt. Kristján Þór Júlíusson og Tryggvi Þór Herbertsson, sem voru þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, sögðu já við ríkisábyrgðinni á láni til framkvæmdanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í Sprengisandi  að hann gerði ráð fyrir að ríkisábyrgðin myndi öll falla á ríkissjóð.

Kostnaðurinn upp úr öllu valdi

Þegar hér var komið var kostnaðurinn rokinn fram úr öllum þeim reiknidæmum sem stuðst hafði verið við.

Ólöf var samasinnis og Bjarni. Hún sagði í Sprengisandi að sér þætti staða fram­kvæmd­ar­innar gríð­ar­legt áhyggju­efni og að hún ótt­ist að þetta sé ekki í síð­asta sinn sem farið verði í fram­kvæmdir sem vitað sé að kosti meira en gert var ráð fyr­ir. „Síðan kem­ur stór reikn­ing­ur og hann lend­ir á skatt­greið­end­um.“ „Ég sé ekki hvernig þetta get­ur endað með öðrum hætti og ef ég hef rangt fyr­ir mér skal ég vera sú fyrsta til að við­ur­­­kenna það.“

Þá var kostnaðurinn kominn hálfum öðrum milljarði fram úr áætlunum. Nú hafa tæpir fimm milljarðar bæst við, og það með ábyrgð ríkissjóðs. Ríkið lán­aði Vaðla­heið­ar­göngum upphaflega 8.700 millj­ónir króna á 3,7 pró­senta verð­tryggðum vöxt­um, og það fé átti að duga fyrir stofn­kostn­aði. Síðan hefur Benediktslánið bæst við, 4,7 milljarðar.

Steingrímur nefndi óvissuna og áhættuna sem fylgdi að klára tónlistarhúsið Hörpuna. Það hafi þó verið gert, áætlanir hafi gengið eftir og nú gangi reksturinn vel. Steingrímur sagði að ef menn hefðu með nákvæmlega sömu rökun þá, getað tínt til endalausa áhættuþætti og óvissu og sagt að ekki væri hægt að ráðast í verkefnið. Ef menn nálguðust þetta með svona gagnrýnu hugarfari eins og sumir gera með Vaðlaheiðargöng, þá sýnist mér að lítið yrði um opinberar framkvæmdir á Íslandi.

Bar saman Vaðlaheiðargöng og Hörpu

Steingrímur J. Sigfússon sagði, í Sprengisandi í janúar 2012, að vissulega sé áhætta í framkvæmdinni. Það væri ekkert nýtt. Hann nefndi óvissuna og áhættuna sem fylgdi að klára tónlistarhúsið Hörpuna. Það hafi þó verið gert, áætlanir hafi gengið eftir og nú gangi reksturinn vel. Steingrímur sagði að ef menn hefðu með nákvæmlega sömu rökun þá, getað tínt til endalausa áhættuþætti og óvissu og sagt að ekki væri hægt að ráðast í verkefnið. Ef menn nálguðust þetta með svona gagnrýnu hugarfari eins og sumir gera með Vaðlaheiðargöng, þá sýnist mér að lítið yrði um opinberar framkvæmdir á Íslandi.

Hvað sem hverjum kann að þykja er eitt víst. Sagan gerð Vaðlaheiðarganga er ekki öll. Enn er talsvert eftir áður en umferð fer um göngin. Og hvort og þá hvenær þau borga sig veit enginn. Ólöf Nordal var ekki bjartsýn: „Tveir plús tveir verða aldrei fimm, sama hvað þú reyn­ir að reikna.“

Sigurjón M.Egilsson.

 

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: