- Advertisement -

Sjoppa Bjarna Ben og Birgis Ármanns

Milljarðaeign ríkisins var seld á hálfan milljarð.

„Söluferlið var kallað „sjoppulegt“ og gerólíkt því sem tíðkast almennt. Því var lýst hvernig viðmót Lindarhvols gagnvart tilteknum bjóðanda í opnu útboði á Klakka hefði verið á þann veg að Lindarhvoli hefði þótt nánast til trafala að aðilinn væri að bjóða í Klakka,“ segir í grein Ólafs Arnarssonar í Fréttablaðinu.

Ólafur fylgdist með þegar málið var í Héraðsdómi, fyrr í þessari viku.

„Steinar Þór Guðgeirsson og stjórn Lindarhvols virðast hafa reynt að hamla starfi Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um málefni Lindarhvols, með því að hindra aðgang hans að gögnum. Þurfti hann af þessum sökum að afla gagna í gegnum slitabúin. Sigurður sagði að spyrja mætti hvers vegna fjármálaráðuneytið hefði stofnað eignarhaldsfélagið Lindarhvol,“ skrifar Ólafur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Birgir Ármannsson neitar að birta greinargerðina.

„Sigurður staðfesti að Klakki hefði verið seldur á miklu undirverði, en fram kom í málinu að í júní 2016 fékk stjórn Klakka verðmat frá Deloitte um að verðmæti félagsins væri um milljarður króna. Í október það ár var gengið frá sölu til félags á vegum forstjóra og fjármálastjóra Klakka upp á helming þeirrar fjárhæðar. Sigurður greindi frá því að verðmat Deloitte hefði verið í samræmi við hans eigið verðmat.“

Sigurður Þórðarson skilaði greinagerð sem nú er höfð í felum.

„Sigurður Þórðarson gerði grein fyrir þessum atriðum og fleirum í greinargerð til Alþingis 17. febrúar 2021. Í greinargerðinni gerir hann alvarlegar athugasemdir við að umfangsmikil störf Steinars Þórs Guðgeirssonar á vegum stjórnar Lindarhvols hafi farið í bága við kröfur um aðskilnað starfa, ábyrgðar og innra eftirlits sem vera hefði átt til staðar.

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, hefur neitað að birta umrædda greinargerð. Með því sveipar Birgir leyndarhjúp um spillingu og vanhæfni í æðstu lögum íslenskrar stjórnsýslu. Mikilvægt er að rannsaka starfsemi Lindarhvols frekar, annað hvort á vegum Alþingis eða saksóknara,“ skrifar Ólafur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: