Gunnar Smári skrifar:
Stærsta kjarabót sjómanna væri að tryggja að útgerðin gæti ekki samið um verðið við sjálfan sig. Sjómannasambandið vill rannsókn á verðlagningu og vigtun, enda margt sem bendir til að útgerðin sé að hafa af sjómönnum milljarða og koma sér undan skattgreiðslum upp á annað eins.
„Ég hef vakið athygli á þessu tiltekna dæmi úr Samherjaskjölunum í þinginu með munnlegri fyrirspurn til forsætisráðherra en fengið vægast sagt rýr svör. Hér þurfa yfirvöld að skýra málið,“ skrifar Inga Sæland, Flokki fólksins.
Hér er frétt af heimasíðu Framsýnar.