Samfélagið Sjómannadagurinn er í dag og ber að óska sjómönnum til hamingju með daginn.
Fyrir, ekki svo mörgum árum, þótti nánast sjálfsagt að svo og svo margir sjómenn færust í skipssköðum eða í öðrum vinnuslysum. Blessunarlega hefur tekist að snúa af þeirri braut.
Sjómannsstarfið hefur breyst mikið. Til hins betra. Skipin eru betri, stærri og öruggari. Framlag sjómanna til uppbyggingar samfélagsins er mikið og á stundum hafa þeir há laun og góð afkomu.
„Hver heldur þú að fengist í þessa vinnu ef ekki væru góð laun,“ sagði aflasæll skipstjóri eitt sinn. Það er mikið til í því. Fjarvistir, kuldi, veltingur, mikil vinna og annað kalla á að þeir sem stunda sjómennsku þurfa að hafa góð laun.
Miðjan óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.