Sjómenn hafna hýrudrætti – eru á heimleið
Jón Þór er fyrsti stýrimaður á rækjutogaranum Berglínu GK frá Garði:
„Ég verð að segja að í dag er ég ótrúlega stoltur af því að vera partur af áhöfn Berglínar GK 300. Hér var 100% samstaða eftir við vorum sviknir um samninga og laun okkar lækkuð um 35% án samtals þannig við settum hnefann í borðið og sögðum hingað og ekki lengra. Við gáfum útgerðinni möguleika á því að gera hreint fyrir sínum dyrum og þá fyrst skyldum við halda til veiða. Þeir tóku ekki þann möguleika þannig við erum að sigla skipinu heim og förum ekki til veiða aftur þangað til að spilað verður eftir reglum aftur.“