Vilhjálmur Birgisson skrifar:
Það er morgunljóst í mínum huga að íslenskir makrílsjómenn eiga rétt á hlutdeild í þessum skaðabótum ef sjávarútvegsfyrirtækin fá skaðabætur frá ríkinu vegna þess að þau fengu minni makrílkvóta á árunum 2011 til 2014 en lög gerðu ráð fyrir. Enda blasir við að makrílsjómenn urðu einnig fyrir fjárhagslegum skaða með sama hætti á útgerðarfyrirtækin og því eiga þeir rétt á að fá leiðrétt sín laun til samræmis eins og um aflahlut væri að ræða. Samkvæmt þessari frétt geta skaðabæturnar hlaupið á tugum milljarða króna og því mikilvægt fyrir hagsmunasamtök sjómanna að vera á tánum í þessu máli ef til greiðslu skaðabóta kemur til útgerðarmanna.