- Advertisement -

Sjómannafélagsdeilan: Ef Stalín risi upp og biti þá í rassinn

Gunnar Smári skrifar: Ég var að lesa greinargerð þá sem Arngrímur Jónsson, Jón Ragnarsson, Steinþór Hreinsson og Steinar Haralds lögðu fyrir fund trúnaðarráðs Sjómannafélags Íslands til að fá Heiðveigu Maríu rekna úr félaginu, og ég verð að segja að þetta er bara eins og Dularfullu bókunum.

Mín er þarna getið, andstæðingum mínum í pólitík hefur tekist að búa til úr mér einhvern ægilegan Raspútín eða Soros, mér eru eignaðir allskyns afrek og svívirðileg plott.

Af frásögninni má helst ætla að trúnaðarmenn sjómanna hafi forðað kommúnískri byltingu í landinu með því að reka Heiðveigu Maríu Einarsdóttur út félaginu, eins hlægilegt og það nú er.

Þið haldið kannski að ég sé að bulla, en hér er ein setning: Með uppgangi sósíalisma og stofnun Sovétríkjanna fyrir 100 árum og síðar stofnun Kommúnistaflokks Íslands hófst harðvítug flokkspólitík valdabarátta innan verkalýðshreyfingarinnar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Trúnaðarmennirnir hafa áttað sig á þeir stæðu ekki frammi fyrir stjórnarkjöri í sjómannafélagi á Íslandi heldur frammi fyrir heimssögulegri úrslitaorrustu. Ef þeir vísuðu Heiðveigu ekki út gæti Stalín risið upp úr gröf sinni og bitið þá í rassinn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: