Guðmundur Gunnarsson.

Greinar

Sjómannafélagið: „Skil ekki hvert Jónas er að fara“

By Miðjan

October 31, 2018

Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins, skrifar.

„Skil ekki hvert Jónas formaður er að fara um að félagsmenn verkalýðsfélags fái ekki atkvæðisrétt í verkalýðsfélagi fyrr en eftir 3 ár. Þetta er klárlega einstakt og stenst ekki lög og reglur um starfsemi stéttarfélaga. Stéttarfélagi er skylt, samkvæmt dómum, að taka við við öllum starfsmönnum sem eru starfandi á því starfssvæði sem viðkomandi stéttarfélag nær yfir. Hann hefur rétt til kjörgengis og félagslegar aðstoðar á vinnumarkaði strax við inngöngu og að félagsgjöld hafi borist. Það er síðan eftir hálft ár sem félagsmenn öðlast fullan rétt í sjúkrasjóð og eitthvað mismunandi hvernig réttur er til umsókna á orlofshúsum.“