Sjö dekkjaverkstæði meinuðu verðlagseftirliti ASÍ að kanna verð á umfelgun. „Það eru Sólning, Dekkjahöllin, Gúmmívinnustofan, Toyota Selfossi, Hjólbarðaverkstæði Magnúsar- Selfossi og Höldur á Akureyri. Þetta er miður enda er tilgangurinn með verðkönnunum eins og þessari að safna saman upplýsingum um verð og gera þær aðgengilegar almenningi,“ segir á vef ASÍ.
Costco býður best, en þó með því skilyrði að keypt séu tvö dekk. Ef það er gert kostyar umfelgunin þar 4.400 krónur.
„Í könnuninni var verð skoðað á skiptingu á dekkjum, umfelgun og jafnvægisstillingu á ákveðnum dekkjastærðum fyrir nokkrar tegundir bíla. Mestur verðmunur var á bílunum með stærstu dekkin en verðmunurinn fór minnkandi eftir því sem dekkin urðu minni. Þannig var 117% munur á umfelgun á stórum jeppum með 18‘‘ stálfelgur, lægsta verðið hjá Nicolai bílaverkstæði, 6.900 kr. en það hæsta hjá Kletti, 14.950 krónur. Verðmunurinn er minni, 82% eða 5.096 kr. á umfelgun fyrir jepplinga með 16‘‘ dekk, lægsta verðið mátti finna hjá Stormi á Patreksfirði, 6.200 kr. en það hæsta á Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar, 11.296 kr. Verðmunurinn er síðan kominn í 51%-54% fyrir minni bíla.“