- Advertisement -

Sjö sinnum yfir meðaltali

-sme

Þetta er nú meiri vitleysan. Ásmundur Friðriksson keyrir sjö sinnum meira en meðalakstur óbreyttra þingmanna. Auðvitað er þetta hreint galið. Telur nokkur einasta manneskja að þessi yfirgengilegi kostnaður skili sér til almennings? Að Ásmundur sé sjö sinnum meiri og betri þingmaður en aðrir þingmenn? Hefur eitthvað í störfum Ásmundar á Alþingi bent til yfirburða hans? Það held ég ekki.

Í Kjarnanum las ég þetta: „Sá þingmaður sem kostar skattgreiðendur mest vegna keyrslu er Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann er hættur að notast við eigin bifreið í keyrslu, líkt og hann gerði árum saman, en hefur þess í stað keyrt bílaleigubíla fyrir rúmlega 2,8 milljónir króna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Auk þess hefur Ásmundur fengið 628 þúsund krónur greiddar frá Alþingi vegna eldsneytiskostnaðar. Heildarkostnaður vegna aksturs Ásmundar frá byrjun árs og út októbermánuð var því tæplega 3,5 milljónir króna. Það er um 40 prósent aukning á kostnaði við aksturs hans allt árið í fyrra, þegar hann nam samtals 2,5 milljónum króna. Aksturskostnaður Ásmundar er rúmlega 14 prósent af öllum aksturskostnaði þingmanna það sem af er ári.“

Auðvitað er þetta bull og vitleysa. Það verður að koma böndum á Ásmund. Ég held að engum komi til hugar að hann hafi átt svona mörg og brýn erindi í þágu Alþingis. Þingmenn hafa sýnilega allt of mikið frelsi. Það er vandasamt fyrir suma að umgangast mikið frelsi. Ásmundur Friðriksson er skýrt dæmi um það. Þar sem hann getur ekki stjórnað sjálfum sér verða aðrir að gera það. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Birgir Ármannsson formaður verða að koma böndum á Ásmund. Meðan þeir gera það ekki er ábyrgðin þeirra.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: