Fréttir

Sjávarútvegurinn opnar reikningana í Hörpu

By Miðjan

August 11, 2014

Sjávarútvegur Grunnur, sem inniheldur upplýsingar úr ársreikningum þeirra félaga sem hafa yfir að ráða hátt í nítíu prósent af úthlutuðum aflaheimildum verður gerður opinber á degi sjávarútvegsins, sem verður haldinn í Hörpu eftir mánuð. Gagnagrunnurinn nær aftur til aldamóta og hefur að geyma mjög verðmætar upplýsingar um þessa mikilvægu atvinnugrein.

„Nýjar tölur um afkomu greinarinnar verða birtar á ráðstefnunni en það eru fyrstu mögulegu tölur sem hægt er að birta úr ársreikningum fyrir sjávarútveginn í heild fyrir árið 2013. Deloitte birtir árlega upplýsingar um rekstur, efnahag og sjóðstreymi, upplýsingar um framlegð félaga, rekstrarhagnað, skuldastöðu, eigið fé, skattgreiðslur, fjárfestingar og arðgreiðslur,“ segir á vef Samtaka atvinnulífsins.