- Advertisement -

Sjávarútvegur verði stórt kosningamál

Ágúst Ólafur Ágústsson tekur saman og skrifar: 

„Sjávarútvegsmál ættu að vera eitt stærsta kosningamálið. Hluti af þeirri umræðu eru veiðileyfagjöldin enda greiða sjávarútvegsfyrirtækin þau gjöld til þjóðarinnar fyrir að hafa aðgang að sjávarauðlindinni, sem þjóðin á. En hvernig hafa veiðileyfagjöldin þróast?

1. Veiðileyfagjaldið 2018 var 11,3 ma. en þau voru greidd samkvæmt gömlu lögunum. Arðurinn sem rann til eiganda fyrirtækjanna þetta árið var 12,3 ma eða hærra en það sem rann til þjóðarinnar í gegnum veiðileyfagjaldið. Svo tóku gildi ný lög um veiðileyfagjöld sem núverandi ríkisstjórn setti í desember 2018.

2. Næsta árið á eftir eða 2019 snarlækkaði veiðileyfagjaldið niður í 6,6 ma því viðmiðunarárið 2017 var sagt vera slæmt ár með 225 ma í tekjur. Arðurinn 2017 var þó mjög hár eða um 14,5 ma. Arðurinn þetta ár var 10,7 ma og aftur var hann hærri en öll veiðileyfagjöldin það árið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Veiðileyfagjöld hafa lækkað um tæp 60% síðan þessi ríkisstjórn tók við.

3. Enn heldur veiðileyfagjaldið að lækka fyrir árið 2020 og núna alla leið niður í 4,9 ma þrátt fyrir að 2018 og 2019 voru mun betri ár en 2017. Tekjur greinarinnar 2018 voru um 247 ma. og fyrir árið 2019 voru tekjurnar 280 ma.

+Þetta árið dugði veiðileyfagjaldið ekki einu sinni fyrir þeim kostnaði sem hið opinbera verður fyrir vegna fyrirtækjanna. Veiðileyfagjald þessa árs er meira að segja lægra en hagnaður eins manns (Þorsteins í Samherja) var árið 2018.

4. Nú er komið fram síðasta fjárlagafrumvarp þessarar ríkisstjórnarinnar og enn lækkar veiðileyfagjaldið og á það að vera 4,65 ma á næsta ári og er núna orðið lægra en útvarpsgjaldið. Tekjur sjávarútvegs fyrir árið 2019 voru 280 ma.

Kjarni máls: Veiðileyfagjöld hafa lækkað um tæp 60% síðan þessi ríkisstjórn tók við. Og þegar þetta er gagnrýnt þá benda varðhundar kerfisins iðulega á að veiðileyfagjaldið endurspegli einfaldlega afkomu greinarinnar…en því má spyrja á móti.

Er þetta fólk að segja að afkoma sjávarútvegsins hafi versnað um 60% á kjörtímabilinu? Auðvitað hefur það ekki gerst og tölurnar sýna það en allar þessar tölur fann ég hjá Deloitte og í fjárlögum.

Þegar kemur að þeim varnarpunkti sérhagsmunagæslunnar að hækkun veiðileyfagjalds komi sér svo illa við litlar útgerðir þá má minna á að 30 stærstu útgerðirnar (af 900 aðilum) greiða um 80% veiðileyfagjaldsins.

Ekki er kominn tími til að þjóðin fái hærri hlutdeild af sinni meginauðlind?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: