- Advertisement -

Sjávarútvegur: Arður í milljarðavís

5 emm / „Auðlindirnar eru ekki eign fárra fjölskyldna. Þær eru eign þjóðarinnar,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu í morgunþætti Miðjunnar á miðvikudaginn.

Þetta er bábilja. Þjóðin finnur það ekki einn einasta dag að hún eigu auðlindirnar. Eftir þessa fullyrðingu sagði Ágúst Ólafur að þess vegna sé brýnt að tryggja auðlindaákvæðið í stjórnarskrána. „Sjálfstæðisflokkurinn er á móti því og Vinstri græn draga lappirnar.“

Talið barst að veiðigjöldum sem hann vera það lág að þau dugi ekki til að mæta kostnaði af sjávarútvegi. „Veiðigjöldin af bestu fiskimiðum veraldar eru lægri en veiðigjöld í lax- og silungsveiði.“

„22 þúsund milljónir.“

 „Við þurfum að taka mun ákveðnari skref til að breyta þessu,“ sagði hann en benti á að ósanngirnin sé mikil og almannahagsmunir verði að ráða, ekki sérhagsmunir. „Þjóðin, hinn raunverulegi eigandi auðlindarinnar, verður að fá eðlilegan skerf af hinni auðlindarentunni.

En að lækka kvótaþakið?

„Það er eitthvað sem við eigum að skoða.“

Ágúst Ólafur sagði að hagnað stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna vera mikinn. „Arður í milljarðavís,“ sagði hann og benti á að ekki sé langt síðan að einn maður, Kristján Loftsson, hafi gengið út úr einu fyrirtæki með 22 þúsund milljónir. „22 þúsund milljónir.“

„Samfélag ofurríkra Íslendinga sem er ekki í neinu samræmi við samfélag annarra Íslendinga.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: