- Advertisement -

Sjáumst í bænum, sjáumst í baráttunni

Prófið að spyrja um launakjör ræstingafólksins á hótelunum.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skrifar:

Í gær stoppuðum við á 7 hótelum þar sem við hittum fullt af félagsmönnum Eflingar. Ég hitti td. „mömmu úr leikskólanum“ (eins og maður segir í leikskólabransanum), unga konu frá Litháen, sem kaus í bílnum okkar. Okkur fannst mjög fyndið og gaman að hittast undir svona hressandi kringustæðum og svo var ennþá skemmtilegra þegar litla leikskólastelpan kom að sækja mömmu sína.

Og ég ætla bara að leyfa mér að segja hérna, án þess að skammast mín neitt: Viljum við ekki að litlu stelpurnar í samfélaginu okkar viti að hvaðan sem mömmur þeirra koma og hvaða störf sem þær vinna, þá eru þær metnar að verðleikum, þá fá þær greidd mannsæmandi laun fyrir sína unnu vinnu? Er það ekki eitthvað sem ætti að vera sjálfsagðasti hlutur í heimi í landi sem kennir sig við kvenfrelsi og kvenréttindi?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við höldum áfram í dag, vonandi verður veðrið ekki of agalegt. 
Og mig langar að segja eitt í viðbót, áður en ég fer af stað með mínu frábæra samstarfsfólki og félögum: Ég vona að fjölmiðlafólk sem talar við hóteleigendur prófi í dag að spyrja nokkurra mikilvægra spurninga;

Prófi að spyrja um launakjör ræstingafólksins á hótelunum. Prófið að spyrja atvinnurekendurna hvort þeim þyki þau í alvöru í lagi. Prófið að spyrja hvort þeir treysti sér til að lifa af þeim. Prófið að spyrja hvort þeim finnist í lagi að borga fólki svo lág laun að þau dugi ekki frá einum mánaðarmóta til næstu.

Þetta eru spurningar sem sannarlega væri áhugavert að heyra svörin við.

Sjáumst í bænum, sjáumst í baráttunni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: