- Advertisement -

Sjallar þrengja að Svandísi

Stjórnmál Þingmenn Sjálfstæðisflokksins þrengja að Svandísi Svavarsdóttur eftir að umboðsmaður Alþingis birti úrskurð sinn um að hvalveiðibann, frá því í sumar sem leið, hafi ekki staðist lög.

Eflaust kemur ákall um að Svandísi segi af sér. Sumir halda því fram að Bjarni Benediktsson hafi sagt af sér eftir að umboðsmaður fann að söluferli Íslandsbanka.

Bjarni sagði aldrei af sér. Hann flúði úr fjármálaráðuneytinu og hrifsaði til utanríkisráðuneytið. Ef Svandís færi leið Bjarna og hefði stólaskipti við varaformanninn Guðmund Inga Guðbrandsson og flyttist þannig yfir í félagsmálaráðuneytið.

Nú stendur yfir þingflokksfundur hjá Sjálfstæðisflokki. Fróðlegt verður að sjá hverju hann skilar. Framtíð Svandísar er eflaust ekki í neinni hættu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: