- Advertisement -

Sjálfstæðisþingmenni þrengja að Katrínu – verður kosið í vor?

„Frumvörp um breytingar á stjórnarskrá koma inn í þingið skömmu eftir að það kemur saman nú í janúar og mælt var fyrir breytingum á kosningalögum fyrir jólin.

Bæði þessi mál hafa fengið góðan undirbúning og mikla vinnu á kjörtímabilinu og því ætti alveg að vera flötur á að klára þau,“ segir Katrín.

Þetta segir í ágætri frétt Fréttablaðsins í dag. Margt þarf að breytast til að þingmenni Sjálfstæðisflokksins farið að vilja Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Og þetta er ekki allt:

„Fréttablaðið ræddi við þingmenn úr röðum stjórnarflokkanna sem voru sammála um að töluverðs taugatitrings gætti nú þegar meðal þingmanna meirihlutans. Kosningastress sé komið í hópinn. Sjálfstæðismönnum þykir ólíklegt að einhver í þeirra hópi sjái ástæðu til að styðja frumvarp um miðhálendisþjóðgarð, enda myndi það draga töluvert úr líkum á því að þeir nái endurkjöri.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vinstri græn eru svo sem vön að gleypa bæði hrátt og soðið en hér er þeim hugsanlega ætla um of. Rangt væri að útiloka kosningar í vor. Þessi tvö mál eru í stjórnarsáttmálanum og eru að auki „höfuðmál“ Vinstri grænna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: