Fréttir

Sjálfstæðismenn: Vilja bjóða út sorphirðu

By Miðjan

December 03, 2015

Stjórnmál „Við lögum fram eitthvað um tuttugu tillögur, við fjárhagsáætlun fyrir ári, þær voru allar felldar nema ein, henni var vísað eitthvað þar sem hún sofnaði,“ sagði Halldór Halldórsson, oddviti minnihlutans í bogarstjórn Reykjavíkur Í Reykjavík síðddegis á Bylgjunni í gær, þar sem rætt var um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar.

Hann sagði meirihlutann hafa sagst vilja hjálp minnihutans við fjárhagsstjórn borgarinnar, en þiggi hins vegar ekki hjálpina þegar hún er boðin. „Þeim finnst við vera alltof útboðsgírug. Við höfum til dæmis viljað skoða að bjóða út sorphirði, sem hefur aldrei verið gert. Við leita leiða að gera sem mest fyrir sem minnsta peninga.“ Hann sagði ekki rétt hjá meirihlutanum að halda að borgarrekstur skuli vera megin reksturinn í rekstri borgarinnar. „Það er ekki að koma neitt sérstaklega vel út hjá þeim.“