- Advertisement -

Sjálfstæðismenn treysta á Halldór

Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni síðastlðinn sunnudag, að flokksmenn treysti á að Halldór Halldórsson, oddviti flokksins við borgarstjórnarkosningarnar í vor, nái að auka fylgið við flokkinn á þeim fáu vikum sem eru fram að kosningum.

Hanna Birna vitnaði til að Halldór hafi áður náð að snúa veikri stöðu í sigur.

Í nýjustu skoðanakönnun, gerð af Félagsvísindastofnun Háskólans fyrir Morgunblaðið, tapar Sjálfstæðisflokkurinn fylgi, fær 24,4% og fjóra borgarfulltrúa, en fékk í kosningunum árið 2010 33,6% atkvæða og fimm menn. Flokkurinn hefur einnig tapað fylgi frá síðustu könnun Félagsvísindastofnunar í febrúar, en þá mældist fylgið 28,4%.

Nú mælist Samfylkingin með 28 prósent fylgi og Björt framtíð mælist með tæplega 25 prósenta fylgi. Samkvæmt þessu á Halldór Halldórsson langt í land eigi honum, og öðrum félögum í Sjálfstæðisflokknum, að snúa þeirri þróun sem er hafin við.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: