Fréttir

Sjálfstæðismenn skammast yfir seinagangi

By Miðjan

May 26, 2014

Stjórnmál Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun þar sem þeir átelja þann drátt, sem orðið hefur undir stjórn meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins/Bjartrar framtíðar varðandi brottflutning Björgunar úr Bryggjuhverfi.

Einsog komið hefur fram hafa íbúar í Bryggjuhverfi vakið athygli á að áætlanir um lokun starfsemi Björgunar á núverandi svæði hafa ekki staðist.

Í bókun Sjálfstæðismanna segir ennfremur: „Þeir telja brýnt að sem fyrst verði gripið til viðeigandi aðgerða í því skyni að flytja starfsemi Björgunar úr hverfinu. Hins vegar er óviðunandi að starfsemi Björgunar verði flutt á svæði fyrir neðan Kleppsspítala eins og fulltrúar meirihlutans hafa unnið að.“