- Advertisement -

Sjálfstæðismenn breytist í vígamenn

Framsóknarflokkurinn, eða það sem eftir er af honum, mun einbeita sér að því að sleikja sár sín.

Kolbrún Bergþórsdóttir.

Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Mogganum, skrifar að venju grein í Mogga morgundagsins. Þar fjallar hún um nýju ríkisstjórnina og ekki síður stjórnarandstöðuna:

„Forystukonurnar þrjár munu þurfa að búa við grimma gagnrýni stjórnarandstöðu sem er í miklum ham. Sjálfstæðismenn eru sárreiðir og svekktir. Það er í eðli þeirra að líta svo á að þeir séu fæddir til forystu og þegar þjóðin áttar sig ekki á því þá breyta þeir sér í vígamenn. Þeir munu hvergi hlífa ríkisstjórninni og höggin eiga eftir að verða þung.

Miðflokkurinn mun segja okkur hvað eftir annað að þessi ríkisstjórn sé gjörsamlega vonlaust fyrirbæri. Framsóknarflokkurinn, eða það sem eftir er af honum, mun einbeita sér að því að sleikja sár sín. Ný ríkisstjórn boðar breytingar og hefur heitið því að vinna í þágu fólksins í landinu. Allar góðar óskir fylgja henni og hinum einbeittu forystukonum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: